Hringdu í okkur:  480-0000

There isn't any images, Please upload via modules management in admin section

Hringdu í okkur:  480-0000

 

 

Saga Aflvéla

Aflvélar ehf, var stofnað árið 2004 og hafði í upphafi aðeins 2 starfsmenn en í dag starfa 7 manns hjá fyrirtækinu.  Aflvélar tók við vélaumboðum af Besta ehf (sömu eigendur) árið 2004.   Eigendur Aflvéla ehf eru Friðrik Hróbjartsson og Friðrik Ingi Friðriksson.

Meðal umboða og þjónustu er ASH Aebi Schmidt International sem er stórfyrirtæki í sumar og vetrarvélum með höfuðstöðvar í Zurich í Sviss.  Fyrirtæki í eigu ASH Aebi Schmidt Holding eru m.a. AEBI í Sviss, Schmidt í Þýskalandi, Nido í Hollandi, Beilhack í Þýskalandi, DMI (hugbúnaðarfyrirtæki) í Þýskalandi, Tellefsdal í Noregi og Meyer í Bandaríkjunum. Hundruðir tækja frá ASH Aebi Schmidt til snjóruðnings og sumarstarfa eru í notkun á landinu og þau eru þjónustuð af starfsmönnum Aflvéla ehf. 

Einnig er Aflvélar með umboð fyrir ýmis tæki fyrir sumar og vetur frá Pronar í Póllandi, veghefla frá Veekmas oy í Finnlandi, ásamt fleiri umboðum s.s. Weber burstaverksmiðjanna í Þýskalandi, GMI  í Noregi og Monroe í USA, slitblöðum frá Kuper í Þýskalandi og Nordic steel í Noregi ásamt vélum til innanhússþrifa; Cleanfix frá Sviss. 

Aflvélar er með stórt og fullkomið eigið verkstæði að Vesturhrauni 3,  sem getur tekið við öllum stærðum af tækjum. Á verkstæði fyrirtækisins starfa sérþjálfaðir starfsmenn og sinna þeir öllum viðgerðum auk þess að veita tæknilega aðstoð.