Hringdu í okkur:  480-0000

 

 

Um aflvélar

Aflvélar ehf, var stofnað árið 2004 og var í upphafi aðeins 2 starfsmenn en í dag starfa 6 manns hjá fyrirtækinu.  Aflvélar tók við vélaumboðum af Besta ehf (sömu eigendur) árið 2004.  Eigendur Aflvéla ehf eru Friðrik Hróbjartsson og Friðrik Ingi Friðriksson.

Meðal umboða og þjónustu er ASH Aebi Schmidt International sem er stórfyrirtæki í sumar og vetrarvélum með höfuðstöðvar í St. Blasien í Þýskalandi. Fyrirtæki í eigu ASH Aebi Schmidt International eru m.a. Nido í Hollandi, Salvaco í Svíþjóð, Broddway í Svíþjóð, Beilhack í Þýskalandi, Mulag sláttuvélar í Þýskalandi o.fl. Hundruðir tækja frá ASH Aebi Schmidt til snjóruðnings og sumarstarfa eru í notkun á landinu og þau eru þjónustuð af starfsmönnum Aflvéla ehf.  Einnig er Aflvélar með umboð fyrir veghefla frá Veekmas oy í Finnlandi, ásamt fleiri umboðum s.s. snjótennur, plógar og undirtennur frá GMI og Tellefsdal í Noregi og Monroe í USA, slitblöðum frá Scana steel í Noregi ásamt efni í sópa og tilbúna bursta fyrir sópbíla. 

Árið 2011 tók fyrirtækið við umboði fyrir sorplosunarbíla frá Faun Viatec í Þýskalandi, en Faun er einn fremsti framleiðandi sorpbíla í Evrópu.

Árið 2012 tók fyrirtækið síðan við umboð frá Pronar í Póllandi, en það fyrirtæki er eitt stærsta í evrópu í framleiðslu véla og tækja. Má þar nefna tæki til snjóruðnings, tæki til viðhalds vega að sumarlagi, mikið úrval af tengivögnum og stór vörulína af tækjum fyrir landbúnaðinn. Framleiðsla tækjanna er öll vottuð samkvæmt 9001 staðlinum og fyrirtækið hefur unnið til fjölda verðauna fyrir framleiðslu sína.